Skaðatryggingar

Tryggingamiðlun Íslands miðlar skaðatryggingum frá Verði og Tryg Forsikring A/S, en samstarf TMÍ við bæði félögin spannar yfir áratugi og byggir því að traustum og góðum grunni.

Vörður býður upp á fjölbreytt framboð trygginga enda eru þarfir einstaklinga og fjölskyldna mjög mismunandi þegar kemur að tryggingavernd. Algengustu tryggingarnar eru ökutækjatryggingar en ábyrgðartrygging ökutækja er lögboðin trygging. Einnig þurfa allir þeir sem reka heimili að huga að heimilistryggingum, s.s. brunatryggingu (lögboðin trygging) og innbúskaskó. Þá eru tryggingar tengdar heilsu fólks mikilvægar þar sem hægt er að tryggja fjárhagslegan grunn fjölskyldunnar ef slys, veikindi eða dauðsfall ber að höndum.

Allur atvinnurekstur þarf á vátryggingum að halda, en þarfir fyrirtækja fyrir tryggingar ráðast af tegund starfsemi og umfangi. Skyndileg og óvænt tjón geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur fyrirtækis séu nægjanlegar tryggingar ekki fyrir hendi. Vörður býður upp á allar hefðbundnar tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir atvinnurekstur.

Tryg Forsikring A/S er stærsta tryggingafélag Danmerkur en starfar einnig bæði í Svíþjóð og Noregi. Tryg byggir á gömlum grunni en elsti partur Tryg var stofnaður 1731 í kjölfar brunans mikla í Kaupmannahöfn 1728. Tryg tryggir 5.3 milljónir viðskiptavina og er fjórði hver Dani tryggður hjá Tryg.

Tryg og TMÍ bjóða upp á Kaskó Vernd sem tryggir endurgreiðslu á sjálfsábyrgð sem til kemur í kaskó tjóni á tryggðri bifreið.