Kaskó Vernd

Kaskó Vernd er tryggð endurgreiðsla á sjálfsábyrgð sem tryggingafélagið þitt innheimtir ef þú lendir í bótaskyldu tjóni á tryggðu ökutæki.
Ennfremur er tryggð endurgreiðsla á sjálfsábyrgð á bílum sem leigðir eru í gegnum viðurkenndar bílaleigur erlendis.

Kaskó Vernd er viðbót við þær bifreiðartryggingar sem þú hefur hjá þínu tryggingafélagi, en kemur ekki í stað þeirra trygginga.
Kaskó Vernd er gerð til eins árs og endurnýjast sjálfkrafa á ári hverju.
Komi til bótaskylds tjóns sækir þú bætur til þíns tryggingafélags sem mun krefjast greiðslu á sjálfsábyrgð. Þegar tryggingafélagið hefur lokið vinnslu við bótakröfu þína tilkynnir þú tjónið til okkar, sendir afrit af tjónauppgjörinu og við endurgreiðum þér sjálfsábyrgðina, að hámarki 146.500 kr.

Tryg Forsikring A/S

Kaskó Vernd er unnin í samstarfi við Tryg Forsikring A/S. Tryggingafélagið Tryg er stærsta tryggingafélag Danmerkur, þriðja stærsta í Svíþjóð og fjórða í Noregi. Tryg byggir á gömlum grunni en elsti partur Tryg var stofnaður 1731 í kjölfar brunans mikla í Kaupmannahöfn 1728.
Tryg tryggir 5.3 milljónir viðskiptavina og er fjórði hver Dani tryggður hjá Tryg.

Getum við aðstoðað?