UM OKKUR
Tryggingamiðlun Íslands ehf. er ein elsta starfandi vátryggingamiðlunin hérlendis en miðlunin var stofnuð í júní árið 1997.
Stofnandi Tryggingamiðlunar Íslands ehf. er Karl Jónsson, löggiltur vátryggingamiðlari. Eigendur eru Friðbert Elí Friðbertsson, framkvæmdastjóri og löggiltur vátryggingamiðlari og Gísli Ölvir Böðvarsson sölustjóri. Þeir hafa samanlagt starfað hjá Tryggingamiðlun Íslands í tæp 50 ár.
Tryggingamiðlun Íslands hóf starfsemi sína með miðlun til bresku líftryggingafélaganna, Friends Provident International og Axa Sun Life. TMÍ þjónustar í dag yfir 20.000 samninga fyrir félögin. TMÍ þjónustar einnig þá vátryggingarsamninga sem Baloise í Luxemborg er með á Íslandi.
TMÍ hefur miðlað vátryggingum til tæplega 60.000 viðskiptavina í gegnum tíðina. TMÍ hefur miðlað tryggingum og veitt ráðgjöf fyrir Allianz í Þýskalandi og Vörð tryggingar í yfir 25 ár. TMÍ sér um tjónaafgreiðslu á viðbótartryggingum Elko sem koma frá Tryg í Svíþjóð. TMÍ tók árið 2017 yfir þjónustu á vátryggingarsamningum sem Phoenix Life á á Íslandi. Þeir samningar voru áður í þjónustu Landsbankans og hét félagið áður Swiss Life. TMÍ er Coverholder at Lloyd’s og getum við boðið fjölbreyttar lausnir í hinum ýmsu tryggingum frá Lloyd’s. TMÍ miðlar starfsörorkutryggingum og sjúkdómatryggingum frá AXIS Specialty Europe. Einnig þjónustar TMÍ vátryggingasamninga fyrir AXIS á Írlandi og Danmörku.
Í samstarfi við Vector Nordic AB bíður Tryggingamiðlun Íslands nú upp á alferðatryggingar fyrir ferðaskrifstofur og hótel í samræmi við reglugerð vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar sem Ferðamálastofa fer fram á.
TMÍ hefur hlotið viðurkenninguna “Framúrskarandi fyrirtæki” 13 ár í röð eða 2011-2023. Sú viðurkenning er veitt af Creditinfo eftir ítarlega greiningu og einungis um 2% fyrirtækja landsins fá þann heiður. Tryggingamiðlun Íslands starfar undir lögum nr 62/2019 um dreifingu vátrygginga og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. TMÍ er með starfsábyrgðartryggingu löggiltra vátryggingamiðlara og er sú trygging hjá Verði tryggingum.