Sjálfbærnistefna TMÍ
Tryggingamiðlun Íslands ehf. (TMÍ) hefur lagt sig fram um að fylgja þeirri þróun sem hefur átt sér stað allt í kringum okkur á undanförnum misserum í átt að sjálfbærni.
Sem miðlari á sviði trygginga og lífeyrismála fylgir TMÍ í kjölfarið á þeim sjálfbærnistefnum sem hvert það samstarfsfyrirtæki sem um ræðir hverju sinni setur sér. Öll samstarfsfyrirtæki TMÍ hafa sjálfbærnistefnu sína sýnilega á heimasíðum sínum.
Hvað varðar fjárfestingatengdar afurðir sem miðlaðar eru af TMÍ hvetja ráðgjafar viðskiptavini til að kynna sér sjálfbærni þeirra fjárfestinga sem um ræðir, og hvort sú sjálfbærni samræmist stefnu viðskiptavinarins í þeim efnum.