Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyristrygging er í daglegu tali oft nefnt viðbótarsparnaður eða séreignarsparnaður er sparnaður með mótframlagi frá launagreiðanda.

Viðbótarlífeyristrygging er í daglegu tali oft nefnt viðbótarsparnaður eða séreignarsparnaður er sparnaður með mótframlagi frá launagreiðanda.

TMÍ hefur undanfarinn áratug miðlað viðbótarlífeyrissparnaði Allianz en Allianz tryggir lágmarksávöxtun og er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sínu sviði.

Viltu geta gengið að sparnaðinum þínum við 60 ára aldur án þess að þurfa hafa áhyggjur af því hvort búið sé að tapa honum á áhættusömum fjárfestingum? Ef svo er þá ertu sammála milljónum viðskiptavina Allianz um allan heim sem leggja meiri áherslu á öryggi til lengri tíma heldur en ávöxtun til skamms tíma.

Allianz hefur náð um 7% meðalávöxtun (nafnávöxtun í evrum) undanfarin 30 ár. Allianz tryggir 1,25% lágmarksávöxtun í evrum fyrir utan frádreginn kostnað, gegn því að viðskiptavinur haldi samninginn. Þessi tryggða ávöxtun helst óbreytt út samningstímann.

Ævilífeyrir Allianz starfar í samræmi við íslensk lög, iðgjöld eru ekki skattlögð og sparnaður er ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslega skuldbindinga, líkt og gildir um flestar aðrar eignir. Til að tryggja lágmarksávöxtun þarf samningur að halda í 12 ár að lágmarki.

Viðskiptavinir þurfa ekki að hætta með Ævilífeyrir Allianz fari þeir í nám, missi atvinnu eða taki tímabundið hlé.

Getum við aðstoðað?