Chat with us, powered by LiveChat

Skaðatryggingar

TMÍ miðlar öllum tryggingum tryggingafélagsins Varðar til einstaklinga og fyrirtækja.

 TMÍ hefur verið í samstarfi við Vörð frá stofnun Íslandstryggingar hf árið 2002 og á góðan þátt í uppbyggingu þess félags sem sameinaðist síðar Verði frá Akureyri og hefur í dag náð góðri markaðshlutdeild á tryggingamarkaðnum og veitt öðrum félögum góða samkeppni.

 TMÍ hefur verið í samstarfi við Vörð frá stofnun Íslandstryggingar hf fyrir 10 árum og á góðan þátt í uppbyggingu þess félags sem sameinaðist síðar Verði frá Akureyri og hefur í dag náð góðri markaðshlutdeild á tryggingamarkaðnum og veitt öðrum félögum góða samkeppni.

Einstaklingar

Vörður býður upp á fjölbreytt framboð trygginga enda eru þarfir einstaklinga og fjölskyldna mjög mismunandi þegar kemur að tryggingavernd. Algengustu tryggingarnar eru ökutækjatryggingar en ábyrgðartrygging ökutækja er lögboðin trygging. Einnig þurfa allir þeir sem reka heimili að huga að heimilistryggingum, s.s. brunatryggingu (lögboðin trygging) og innbúskaskó. Þá eru tryggingar tengdar heilsu fólks mikilvægar þar sem hægt er að tryggja fjárhagslegan grunn fjölskyldunnar ef slys, veikindi eða dauðsfall ber að höndum.

Grunnur

Grunnur er afsláttarkerfi fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem miðar að því að veita þeim sem vátryggja hjá Verði betri alhliða kjör á tryggingum. Viðskiptavinir sem eru í Grunni og með bifreið sína kaskótryggða fá bílaleigubíl í allt að fimm daga lendi þeir í kaskótjóni. Að auki eru ýmis afsláttarkjör í boði s.s. af barnabílstólum.

Til að komast í Grunn

Viðskiptavinir þurfa að vera með lögboðna ökutækjatryggingu, fjölskyldutryggingu og einhverja þriðju trygginguna svo sem kaskótryggingu eða brunatryggingu fasteignar.

Fyrirtæki

Allur atvinnurekstur þarf á vátryggingum að halda, en þarfir fyrirtækja fyrir tryggingar ráðast af tegund starfsemi og umfangi. Skyndileg og óvænt tjón geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur fyrirtækis séu nægjanlegar tryggingar ekki fyrir hendi. Vörður býður upp á allar hefðbundnar tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir atvinnurekstur.